Hoppa yfir valmynd
18. ágúst 2008 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Umhverfisráðherra á Heimsþingi jarðfræðinga

Umhverfisráðherra í pallborðsumræðum á 33. Heimsþingi jarðfræðinga
33. Heimsþing jarðfræðinga í Osló

Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra flutti fyrir skömmu erindi á 33. Heimsþingi jarðfræðinga sem fram fór í Osló. Um 5.500 jarðfræðingar mættu til þingsins frá meira en 100 löndum. Meðal umfjöllunarefnis á þinginu voru loftslagsbreytingar, réttur allra til hreins vatns og olía, orka og framtíðin.

Af Íslands hálfu voru 22 þátttakendur sem fluttu og sýndu 21 erindi og veggspjöld um jarðfræðirannsóknir á Íslandi. Flest erindin voru á sviði jarðhitafræði og jöklafræði. Fulltrúi Íslands í undirbúningsnefnd þingsins var dr. Kristinn J. Albertsson.

Heimsþing jarðfræðinga (International Geological Congress) eiga sér yfir eitt hundrað ára sögu og eru haldin þriðja til fimmta hvert ár. Fyrsta þingið var haldið í París árið 1878 samhliða Heimssýningunni. Á það þing mættu 310 jarðfræðingar frá 23 löndum til að ráða ráðum sínum og miðla rannsóknaniðurstöðum sínum.

Þingið hefur ekki verið haldið á Norðurlöndunum síðan 1960. Ákveðið var að röðin væri nú aftur komin að þeim og hafa öll Norðurlöndin séð um skipulagningu og undirbúning í sameiningu.

Heimasíða þingsins.

  

 



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum