Fréttasafn
  • Hvönn og foss í íslenskri náttúru.
    Hvönn og foss í íslenskri náttúru.
    Ljósmynd: Hugi Ólafsson.

2.2.2017

Styrkir til verkefna 2017

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur úthlutað styrkjum til verkefna á málefnasviði ráðuneytisins.

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið veitir árlega styrki til verkefna á vegum félaga, samtaka og einstaklinga. Í verkefnaúthlutun ráðuneytisins í ár voru 33,4 milljónir króna til ráðstöfunar. Heildarupphæð umsókna um verkefnastyrki nam tæplega 154,5 milljónum króna.

Eftirfarandi umsækjendur og verkefni hlutu styrki fyrir árið 2017:

 

Nafn umsækjanda Verkefni Styrkur
Blái herinn Hreinsun strandlengjunnar 1.500.000
Djúpavogshreppur Ráðstefnur um tækifæri í friðlýstum svæðum á Austurlandi    400.000
Efla hf Rannsókn á losun gróðurhúsalofttegunda frá íslenskum urðunarstöðum 3.000.000
Fenúr Aðalfundur og ráðstefnu ISWA 2017    250.000
Fenúr Þátttaka í evrópskri nýtniviku 2017 1.500.000
Finnur Ingimarsson Staða vistkerfis á strandbotni Þingvallavatns 2.000.000
Fjórðungssamband Vestfirðinga Fyrirlestrarröð og kynning á umhverfisvottun sveitarfélagana á Vestfjörðum    800.000
Fuglaathugunarstöð Suðausturland IBOC 2017    210.000
Fuglaathugunarstöð Suðausturland Merkingar og talningar á fuglum í Lóni    850.000
Fuglaverndarfélag Íslands Alheimsþing BirdLife International    310.000
Fuglaverndarfélag Íslands Lífríki Friðlands í Flóa og áhrif endurheimtar á votlendi    700.000
Gróður fyrir fólk LAND-NÁM - endurheimt birkiskóga suðvesturhornsins með skólaæskunni 1.500.000
Gróður fyrir fólk Vistvangur höfuðborgarsvæðisins 1.500.000
Gunnar Steinn Jónsson Gagnagrunnur um svifþörunga Þingvallavatns    800.000
Hið íslenska náttúrufræðifélag Umbrotsforrit fyrir tímaritið Náttúrufræðinginn    850.000
Hjólafærni á Íslandi Hjólum til framtíðar 2017 - öryggi og ánægja; reiðhjólaráðstefna í Evrópsku samgönguvikunni    500.000
Hjólafærni á Íslandi Cycling Iceland 2017     300.000
Hjólafærni á Íslandi Hjólavottun vinnustaða    500.000
Hrafnhildur Bragadóttir Rannsókn á alþjóðlegu og evrópsku regluverki loftslagsmála með áherslu á stöðu Íslands    800.000
JÖKLAVERÖLD ehf  Heimildarmynd um sambúð manns og jökuls í Hoffelli 1.000.000
Kirkjubæjarstofa Arfur - Fornar ferðaleiðir í Skaftárhreppi, um aldamótin 1900 1.500.000
Landvarðafélag Ísland Evrópuráðstefnu landvarða 2017    160.000
Landvernd Þátttaka í aðildarríkjafundi Árósasamningsins 2017    180.000
Landvernd CARE: Sjálfboðaliðaverkefni í landgræðslu    600.000
Landvernd Loftslagsverkefni Landverndar 1.500.000
Landvernd Fræðsla ungmenna og vistheimt á örfoka landi 2.000.000
Landvernd Bláfáninn 2.000.000
Lísa samtök Erlent samstarf    250.000
Melrakkasetur Íslands Refarannsókn á Hornströndum 1.200.000
Náttúruverndarsamtök Íslands Fundur SÞ um loftslagsmál    450.000
Reykjanes jarðvangur Reykjanes Geopark í erlendu samstarfi    160.000
Samráðsvettvangur íslenskra jarðvanga Bæklingur "UNESCO hnattrænir jarðvangar" (UNESCO Global Geoparks)    550.000
Skógræktarfélag Fnjóskdæla Uppbygging landgræðsluskógasvæðis á Hálsmelum    600.000
Skógræktarfélag Íslands Fundur European Forest Network og Deutscher Forstverein 2017    220.000
Skógræktarfélag Íslands Móttaka skógræktarfélagsfólks frá Sogni og Fjörðum     400.000
Skógræktarfélag Íslands Opinn skógur - Brynjudalsskógur 1.500.000
Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkur Bioblitz í Elliðaárdal    500.000
Ungir umhverfissinnar Kynningar um umhverfismál í menntaskólum    400.000
Samtals    33.440.000