Fréttir frá stofnunum

21.4.2017 Landmælingar ÍslandsLandmælingar Íslands Heimsókn umhverfis- og auðlindaráðherra

Umhverfis- og auðlindaráðherra, Björt Ólafsdóttir heimsótti Landmælingar Íslands í dag, föstudaginn 21. apríl. Með henni í för voru Sigríður Auður Arnardóttir, ráðuneytisstjóri og Steinar Kaldal, aðstoðarmaður ráðherra. Á fundi með stjórnendum stofnunarinnar fékk Björt kynningu á starfseminni, framtíðaráformum og áherslum næstu ára. Þá heilsaði hún upp á starfsfólk og kynnti sér helstu verkefni sem unnið […]

21.4.2017 Skógræktin - Fréttir Að tína gull upp úr klósettinu

Bandarískir vísindamenn hafa fundið aðferð til að vinna fosfór úr skólpi. Aðferðin gerir margvíslegt gagn, dregur úr hættunni á ofauðgun næringarefna í vatnavistkerfum aflar mikilvægs áburðar til ræktunar og fleira. Nú er unnið að því að setja upp fyrstu verksmiðjurnar sem nýta þessa aðferð og einnig á að þróa aðferð til að endurvinna nitur úr skólpi með svipuðum hætti.

18.4.2017 Skógræktin - Fréttir Að hnita gróðursetningar með GPS

Út er komið á vegum Skógræktarinnar myndband þar sem útskýrt er á skilmerkilegan hátt hvernig hnita má útlínur gróðursetningarreita með hjálp GPS-tækni. Hver sem er getur nú kortlagt framkvæmdir á skógræktarsvæðum sínum jafnóðum með snjallsíma og einföldu smáforriti. Ítarlegri leiðbeiningar eru einnig komnar á vefinn skogur.is

18.4.2017 Náttúrufræðistofnun Íslands Hrafnaþing: Fléttur á Íslandi

Hrafnaþing Náttúrufræðistofnunar Íslands verður haldið miðvikudaginn, 19. apríl kl. 15:15–16:00. Hörður Kristinsson fléttufræðingur á Náttúrufræðistofnun Íslands flytur erindið „Fléttur á Íslandi“.

18.4.2017 Náttúrufræðistofnun Íslands Hrafnaþing: Fléttur á Íslandi

Hrafnaþing Náttúrufræðistofnunar Íslands verður haldið miðvikudaginn, 19. apríl kl. 15:15–16:00. Hörður Kristinsson fléttufræðingur á Náttúrufræðistofnun Íslands flytur erindið „Fléttur á Íslandi“.

18.4.2017 Skógræktin - Fréttir Þjóðin jákvæð í garð Skógræktarinnar

Skógræktin er meðal þeirra stofnana sem þjóðin virðist jákvæðust fyrir af ríflega þrjátíu stofnunum sem spurt var um í nýrri könnun Maskínu. Um 71 prósent aðspurðra kváðust jákvæð út í stofnunina og var ekki marktækur munur milli kynja. Jákvæðni eykst í takt við bæði hækkandi aldur og hækkandi laun. Aðeins 30% aðspurðra sögðust þekkja vel til Skógræktarinnar.

12.4.2017 Skógræktin - Fréttir Erfðanefnd landbúnaðarins auglýsir verkefnastyrki

Erfðanefnd landbúnaðarins auglýsir eftir styrkumsóknum til verkefna sem stuðla að varðveislu erfðaauðlinda í íslenskum landbúnaði. Verkefni sem tengjast íslenskum skógum koma þar meðal annars til greina.

11.4.2017 Landmælingar ÍslandsLandmælingar Íslands Magnús Guðmundsson skipaður varaformaður verkefnisstjórnar rammaáætlunar

Umhverfis- og auðlindarráðherra hefur skipað verkefnisstjórn rammaáætlunar til næstu fjögurra ára. Hlutverk verkefnisstjórnarinnar er að vera ráðherra til ráðgjafar við undirbúning að gerð tillagna fyrir verndar- og orkunýtingaráætlun, sbr. 8. – 11. gr. laga nr. 48/2011 um verndar- og orkunýtingaráætlun.  Verkefnisstjórnin fjallar um virkjunarhugmyndir og landsvæði í samræmi við beiðnir þar um og getur einnig […]

10.4.2017 Skógræktin - Fréttir Undraefnið kjötmjöl

Um 1800 tonn af kjötmjöli hafa verið notuð við að græða upp með skógi örfoka vikursvæði í Þjórsárdal og umhverfis Heklu. Hreinn Óskarsson, sviðstjóri samhæfingarsviðs Skógræktarinnar, segir að kjötmjölið sem framleitt er hjá Orkugerðinni í Flóa sé besta efnið til að bera á slík svæði. Rætt er við Hrein um kjötmjölið í þættinum Græðum landið á sjónvarpsstöðinni ÍNN.

10.4.2017 Skipulagsstofnun - Fréttir Seiðaeldisstöð við Þorvaldsdalsárós, Dalvíkurbyggð

N/A

7.4.2017 Skógræktin - Fréttir Þróttur rótanna lykilatriði

Þegar líða fer að vori gerir Rakel Jónsdóttir skógfræðingur gæðaprófanir á trjáplöntum frá skógarplöntuframleiðendum. Þróttur rótarkerfisins er kannaður og fylgst með því hvort einhverjar skemmdir eru áplöntunum, sjúkdómar eða óværa. Rætt er við Rakel í Morgunblaðinu í dag.

7.4.2017 Skógræktin - Fréttir „Eflum skógrækt á Íslandi“

Lífeyrissjóðir gætu fjárfest í skógrækt með því að stofna hlutafélag í samvinnu við bændur og fagaðila. Á þetta bendir Guðjón Jensson leiðsögumaður sem skrifar grein í nýútkomið tölublað Bændablaðsins. Skógrækt sé fjárfesting til framtíðar.

6.4.2017 Skógræktin - Fréttir Erfðaauðlindin í íslenskri skógrækt

Með kvæmaprófunum í áratugi hefur tekist að finna góðan efnivið til ræktunar hérlend­is af þeim trjátegundum sem mest eru not­að­ar hér í skógrækt. Nú er tími kvæma­próf­ana liðinn og komið að því að kynbæta þenn­an efnivið til að ná enn betri árangri. Þetta segir Brynjar Skúlason skógerfða­fræð­ingur sem stýrir trjákynbótum hjá Skóg­ræktinni.

6.4.2017 Fréttir Ársskýrsla um markaðseftirlit raffanga fyrir árið 2016

Komin er út ársskýrsla BSI á Íslandi ehf um markaðseftirlit raffanga fyrir árið 2016. Þar kemur m.a. fram að farið var í 227 heimsóknir til söluaðila raffanga á síðasta ári og 14347 rafföng „skimuð" í þessum heimsóknum.

5.4.2017 Skógræktin - Fréttir Kolefnisbinding er náttúruvernd

Að heimsbyggðinni steðja hættur sem eru sjálfskaparvíti okkar sjálfra, hröð losun kolefnis út í andrúmsloftið sem tók milljónir ára að bindast með hjálp ljóstillífandi lífvera.