Fréttasafn
  • Frá opnun skrifstofunnar
    Ármann Höskuldsson, formaður stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs, og Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, sem opnaði formlega skrifstofuna.

23.3.2017

Ný skrifstofa Vatnajökulsþjóðgarðs opnar í Fellabæ

Björt Ólafsdóttir,  umhverfis- og auðlindaráðherra, opnaði á dögunum nýja skrifstofu Vatnajökulsþjóðgarðs í Fellabæ á Héraði.

Í heimsókn sinni ræddi ráðherra við fulltrúa þjóðgarðsins en viðstödd opnunina voru m.a. stjórn og starfsmenn þjóðgarðsins sem og fulltrúar sveitarstjórna á svæðinu. Að opnun lokinni voru hin nýju húsakynni skoðuð.

Þriggja manna nefnd um tilnefningu Vatnajökulsþjóðgarðs á heimsminjaskrá UNESCO var einnig viðstödd opnun skrifstofunnar og fór nefndin yfir stöðu tilnefningarinnar með stjórn og starfsmönnum þjóðgarðsins.

17455085_10212639701971466_2009946090_o--2-