Hoppa yfir valmynd
16. nóvember 2006 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Efnistaka af hafsbotni í mat á umhverfisáhrifum samkvæmt úrskurði

Umhverfisráðherra hefur staðfest ákvörðun Skipulagsstofnunar, frá 20. mars 2006, um að efnistaka af hafsbotni í Kollafirði í Faxaflóa, árin 2006-2016, skuli sæta mati á umhverfisáhrifum.

Fyrirhuguð framkvæmd miðar að því að vinna allt að 6.000.000 m3 af efni á hafsbotni í Kollafirði í Faxaflóa og að flatarmál náma á svæðinu muni stækka um 600.000-1.200.000 m2. Fyrirhugað er að framkvæmdir muni standa yfir í 10 ár frá árinu 2006-2016. Að mati ráðuneytisins er fyrirhuguð efnistaka af hafsbotni í Kollafirði, Faxaflóa umfangsmikil framkvæmd sem getur haft veruleg áhrif á jarðfræði, lífríki, landslag og gerð botnsins á og umhverfis námasvæðin. Ráðuneytið telur að svo umfangsmikil framkvæmd kunni að hafa áhrif á landbrot á nálægum strandsvæðum og flutning efnis á sjávarbotninum. Með vísan til umfangs fyrirhugaðrar framkvæmdar, mögulegra umhverfisáhrifa og að mat á umhverfisáhrifum kann að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum framkvæmdar telur ráðuneytið rétt að framkvæmdin sæti mati á umhverfisáhrifum.

Hér má nálgast úrskurð umhverfisráðherra í heild sinni.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum