Hoppa yfir valmynd
2. apríl 2001 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Umhverfisráðherra staðfestir úrskurð skipulagsstjóra ríkisins um mat á umhverfisáhrifum á sjókvíaeldi á laxi í Reyðarfirði


Í dag hefur umhverfisráðuneytið með úrskurði sínum staðfest ákvörðun Skipulagsstofnunar frá 29. nóvember um að fyrirhugað sjókvíaeldi á laxi í Reyðarfirði, skuli háð mati á umhverfisáhrifum vegna eðlis framkvæmdarinnar, staðsetningu hennar og eiginleika hugsanlegra áhrifa framkvæmdarinnar.

Ráðuneytinu barst kæra frá Samherja hf. sem er framkvæmdaraðili fyrirhugaðs sjókvíaeldis á laxi í Reyðarfirði og hefur nú fellt úrkurð sinn, sbr. framangreint. Varðandi rökstuðning fyrir niðurstöðu ráðuneytisins er vísað til úrskurðarins sem er á heimasíðu ráðuneytisins.

sjá nánar .....

Fréttatilkynning nr. 3/2001
Umhverfisráðuneytið

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum