Hoppa yfir valmynd
13. maí 2002 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Úrskurður um mat á umhverfisáhrifum jarðgangna og vegagerðar á norðanverðum Tröllaskaga


Umhverfisráðherra hefur í dag kveðið upp úrskurð um mat á umhverfisáhrifum jarðgangna og vegagerðar á norðanverðum Tröllaskaga milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar vegna kæru frá Guðjóni Jónssyni og Trausta Sveinssyni vegna úrskurðar Skipulagsstofnunar frá 17. október 2001.

Með úrskurði ráðherra er staðfestur hinn kærði úrskurður Skipulagsstofnunar þar sem fallist var á fyrirhugaða gerð jarðgangna og vegagerð á Tröllaskaga að viðbættu skilyrði um að framkvæmdaraðili endurheimti í samráði við Náttúruvernd ríkisins votlendi a.m.k. til jafns að flatarmáli og það votlendi sem raskast eða verður fyrir áhrifum við fyrirhugaða framkvæmd.

Úrskurðinn má finna í heild á Réttarheimild.is

Fréttatilkynning nr. 9/2002
Umhverfisráðuneytið

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum