Hoppa yfir valmynd
29. desember 2005 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Árangursstjórnunarsamningur við Veðurstofuna undirritaður

Sigríður Anna Þórðardóttir og Magnús Jónsson
Undirritun samnings á Veðurstofu Íslands

Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra og Magnús Jónsson veðurstofustjóri undirrituðu í dag árangursstjórnunarsamning milli umhverfisráðuneytisins og Veðurstofu Íslands.

Árið 2004 setti Veðurstofan fram stefnu sína til ársins 2007 og er þessi samningur gerður í framhaldi af því. Árangursstjórnunarsamningurinn byggir á nýrri hugmyndafræði þar sem stefnumiðað árangursmat er ekki aðeins mælingartæki heldur líka aðferð til þess að fylgjast með því hvernig stefna stofnunarinnar er framkvæmd.

Stefnumiðað árangursmat gerir stofnuninni kleift að lýsa stefnu sinni og Frá undirritun árangursstjórnunarsamnigs við Veðurstofu Íslandskoma henni á framfæri á einfaldan hátt þannig að auðvelt sé að framfylgja henni. Einnig skapar samningurinn ramma utan um samskipti stofnunarinnar og ráðuneytisins og gerir þau formfastari og einfaldari.

Þetta er fimmti árangursstjórnunar-samningurinn sem umhverfisráðuneytið gerir við stofnanir sínar.

Fréttatilkynning nr. 36/2005
Umhverfisráðuneytið



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum