Hoppa yfir valmynd
7. janúar 2003 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Ný reglugerð um mjólk og mjólkurvörur


Umhverfisráðherra hefur staðfest nýja reglugerð um mjólk og mjólkurvörur nr. 919/2002 og tók hún gildi 1. janúar. Helstu nýmæli reglugerðarinnar eru:

Í reglugerðinni eru settar fram lágmarkskröfur sem framleiðendum er skylt að fara eftir. Mjólkurstöðvum er heimilt að semja sérstaklega um og setja frekari kröfur um mjólkurgæði.
Hlutverk eftirlitsaðila er skilgreint og mjólkurstöðvar lagðar að jöfnu, óháð því hvort þær hafi útflutningsleyfi eða ekki.
Embætti yfirdýralæknis sér um úttektir og eftirlit vegna útflutningsleyfa.
Felld eru brott ákvæði um flokkun og verðfellingu mjólkur.  Á móti er hert á reglum um gæði mjólkur.


Ráðuneytið hefur kappkostað að hafa gott samráð við Landsamband kúabænda og mjólkuriðnaðinn í landinu við reglugerðarsmíðina.

Frá sama tíma fellur úr gildi reglugerð nr. 392/1997 um sama efni. Þó koma ákvæði reglugerðarinnar um lágmarkskröfur mjólkurgæða í viðauka III ekki að fullu til framkvæmda fyrr en 1. janúar 2005.

 

 

Fréttatilkynning nr. 1/2003
Umhverfisráðuneytið

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum