Hoppa yfir valmynd
20. maí 2003 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Alþjóðlegur dagur líffræðilegrar fjölbreytni


Í tilefni af alþjóðlegum degi líffræðilegrar fjölbreytni hinn 22. maí 2003, bjóða umhverfisráðuneytið og Náttúrufræðistofnun Íslands til fræðsluráðstefnu í Borgartúni 6, Reykjavík, 4. hæð, kl. 14:00 - 17:00 þann sama dag.

Dagskrá ráðstefnunnar er fjölbreytt og verður fyrst fjallað um hugmyndafræði og framkvæmd samningsins um líffræðilega fjölbreytni. Einnig verður fjallað um ágengar innfluttar tegundir sem ógna líffræðilegri fjölbreytni og loks um skráningu, flokkun og verndun líffræðilegrar fjölbreytni á Íslandi. Þá munu sérfræðingar frá Háskóla Íslands, Náttúrufræðistofnun Íslands, Umhverfisstofnun, Náttúrufræðistofu Kópavogs og Hafrannsóknastofnun fjalla um flokkun vistgerða, stöðuvatna, um botndýr á Íslandsmiðum, válista og náttúruverndaráætlanir.

Ráðstefnan er öllum opin og aðgangur er ókeypis. Dagskrá ráðstefnunnar.
Fréttatilkynning nr. 18/2003
Umhverfisráðuneytið




Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum