Hoppa yfir valmynd
20. febrúar 2004 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Umhverfisráðherra veitir umhverfisverðlaun UMFÍ og Pokasjóðs

Valgeir Þorvaldsson, framkvæmdastjóri Vesturfarasetursins, Helga Guðjónsdóttir, varaformaður UMFÍ og Siv Friðleifdóttir eftir afhjúpun Umhverfisverðlauna UMFÍ.
Valgeir Helga og Siv

Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra og Helga Guðjónsdóttir varaformaður UMFÍ afhjúpuðu umhverfisverðlaun UMFÍ og Pokasjóðs á Hofsósi í gær. Vesturfarasetrið fékk verðlaunin í ár fyrir varðveislu menningarverðmæta og uppbyggingu gamla þorpskjarnans á Hofsósi.

Það var Valgeir S. Þorvaldsson framkvæmdastjóri Vesturfarasetursins sem veitti verðlaununum viðtöku við hátíðlega athöfn að viðstöddum fulltrúum UMFÍ, sveitarstjórn Skagafjarðar og fjölmörgum velunnurum Vesturfarasetursins.

Í ár voru verðlaunin veitt í áttunda sinn en áður hafa Hótel Geysir, Sorpa, Austurhérað, Laugarnesskóli, Hvanneyrarstaður, Ferðamálasamtök Vesturlands og Sveinn Runólfsson, landgræðslustjóri, fengið verðlaunin.

Fleiri myndir er að finna á vef ráðherra www.siv.is

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum