Hoppa yfir valmynd
2. febrúar 2004 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Nýr skrifstofustjóri í umhverfisráðuneytinu

Hrafnhildur Ásta Þorvaldsdóttir hefur verðið sett skrifstofustjóri almennrar skrifstofu í umhverfisráðuneytinu frá 1. febrúar 2004 til þriggja ára. Hún gegnir starfinu þetta tímabil í afleysingum fyrir Þórð H. Ólafsson skrifstofustjóra sem mun gegna starfi fulltrúa umhverfisráðuneytisins í sendiráði Íslands í Brussel á sama tíma.

Hrafnhildur Ásta hefur starfað sem deildarstjóri fjármáladeildar í umhverfisráðuneytinu frá árinu 1999 og jafnframt sem deildarstjóri rekstrardeildar frá árinu 2003. Hún starfaði sem fjármálastjóri Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns á árunum frá 1994 til 1999 og hjá Hagsýslu ríkisins frá 1992 til 1994. Hún lauk námi í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands árið 1983 og mastersnámi frá Háskólanum í Álaborg árið 1992. Hrafnhildur Ásta er fædd árið 1958, er gift Yngva Ólafssyni og eiga þau fjögur börn.

Fréttatilkynning nr. 2/2004

Umhverfisráðuneytið

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum