Hoppa yfir valmynd
16. janúar 2004 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Dagbók ráðherra tveggja ára

2araheimasiduterta
2 ára heimasíðuterta

Þann 14. janúar sl. hélt Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra upp á tveggja ára afmæli vefdagbókar sinnar á opnum fundi á Egilsstöðum þar sem hún var ásamt nýja aðstoðarmanninum sínum Unu Maríu Óskarsdóttir að kynna náttúruverndaráætlun sem ráðherra mælir fyrir á Alþingi á næstunni.

Í dagbókinni gefur ráðherrann greinargóða lýsingu á því sem á daga hennar drífur og fjöldi mynda gefur innsýn í líf ráðherrans á nýstárlegan og persónulegan hátt. Á vefnum www.siv.is segir Siv m.a. eftirfarandi af þessu tilefni:

"Í dag á heimasíðan afmæli því nú eru nákvæmlega tvö ár frá því að ég byrjaði að færa dagbók hér á síðunni.

Dagbókin hefur þróast talsvert á þessum tíma eins og þeir sjá sem hafa fylgst með henni frá upphafi. Nákvæmnin í henni hefur aukist og myndum fjölgað.

Í upphafi kom fram nokkur gagnrýni á hve opinskátt ég skrifaði um t.d. hið daglega líf, fjölskyldu og áhugamál, þ.e. hvað ég væri að gera fyrir utan beint stjórnmálastarf í þrengsta skilningi.

Hver verður að hafa sinn stíl og hef ég viðhaldið mínum. Gagnrýnin hefur hljóðnað og hafa meira að segja nokkrir vina minna sem höfðu uppi efasemdir um þennan persónulega stíl í fyrstu sagt að hann venjist vel.

Að mínu mati er það bara stórfínt að áhugasömum almenningi standi til boða að fylgjast með lífi og störfum okkar sem tökum þátt í stjórnmálum og erum að vinna í umboði kjósendanna.

Ég skrifa inn á dagbókina daglega og oftast nokkrum sinnum á dag. Þannig geta þeir sem vilja fylgst býsna vel með hvað á dagana drífur og aflað sér upplýsinga t.d. um umhverfismál, þingstörf, norrænt samstarf og flokksstarf um leið"

Fleiri myndir frá fundinum á Egilsstöðum er að finna á www.siv.is

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum