Hoppa yfir valmynd
9. desember 2003 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Ráðherrafundur 9. aðildarríkjaþings Loftslagssamnings S.þ.

Á morgun, miðvikudaginn 10. desember, hefst í Mílanó á Ítalíu ráðherrafundur 9. aðildarríkjaþings Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna, COP 9. Umhverfisráðherra Siv Friðleifsdóttir situr fundinn.

Aðrir fulltrúar Íslands eru Halldór Þorgeirsson og Óttar Freyr Gíslason frá umhverfisráðuneytinu, og Gunnar Pálsson sendiherra og Axel Nikulásson frá utanríkisráðuneytinu. Halldór Þorgeirsson gegnir formennsku í vísinda- og tækninefnd þingsins fyrir Íslands hönd.

Aðildarríkjaþingið stendur yfir frá 1. til 12. desember og eiga 185 ríki rétt á setu á þinginu. Fulltrúar atvinnulífsins, vísindasamfélagins og frjálsra félagasamtaka fylgjast með störfum þingsins og eru þátttakendur á þinginu alls u.þ.b. 4.500 og koma víðs vegar að úr heiminum.

Helsta viðfangsefni þingsins er að leggja lokahönd á útfærslu Kyoto bókunarinnar til að undirbúa væntanlega gildistöku hennar og fyrsta skuldbindingartímabil bókunarinnar (2008 – 2012). Einnig er tekist á um áherslur í samstarfi ríkja um loftlagsmál litið til lengri tíma, s.s. varðandi tækniþróun og aðstoð við þróunarríkin.

Óvissa um ákvörðun Rússlands varðandi Kyoto bókunina setur svip sinn á þingið og alla umræðu um næstu skref í loftlagsmálum.

Nánari upplýsingar um aðildarríkjaþingið er hægt að finna á heimasíðu samningsins.

Fréttatilkynning nr. 41/2003
Umhverfisráðuneytið

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum