Hoppa yfir valmynd
15. desember 2003 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Refanefnd skipuð

Umhverfisráðherra hefur í dag skipað nefnd sem hefur það hlutverk að gera tillögur um veiðar á ref eða aðrar aðgerðir til að draga úr tjóni af völdum refa í landbúnaði. Nefndin skal fjalla um áhrif refs í íslenskri náttúru svo sem á fuglalíf og gera tillögur um hvernig við skuli brugðist. Nefndin skal jafnframt fjalla um viðgang refastofnsins á vernduðum svæðum s.s. Hornstrandafriðlands og áhrif hans á lífríkið og eftir atvikum gera tillögur um aðgerðir á þeim svæðum. Nefndinni er ætlað að skila tillögum sínum til ráðherra fyrir 1. apríl 2004.

Í nefndinni sitja:

Sigríður Auður Arnardóttir, skrifstofustjóri, formaður, skipuð án tilnefningar,
Áki Ármann Jónsson, forstöðumaður veiðistjórnunarsviðs, tilnefndur af Umhverfisstofnun,
Hrafnkell Karlsson, bóndi, tilnefndur af Bændasamtökum Íslands,
Ívar Erlendsson, tilnefndur af Skotveiðifélagið Íslands,
Kristinn Haukur Skarphéðinsson, sviðsstjóri dýravistfræðisviðs, tilnefndur af Náttúrufræðistofnun Íslands,
Snorri H. Jóhannesson, bóndi, tilnefndur af Félagi atvinnuveiðimanna í ref og mink,
Soffía Lárusdóttir, forseti bæjarstjórnar Austur-Byggðar, tilnefnd af Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

Ritari og starfsmaður nefndarinnar er Matthildur Bára Stefánsdóttir, deildarsérfræðingur í umhverfisráðuneytinu.

Fréttatilkynning nr. 42/2003
Umhverfisráðuneytið

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum