Hoppa yfir valmynd
10. nóvember 2003 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Nefnd um fækkun eða útrýmingu minks

Umhverfisráðherra skipaði í dag nefnd sem hefur það hlutverk að fjalla um veiðar á mink, fækkun og hugsanlega útrýmingu hans úr íslenskri náttúru. Nefndinni er m.a. ætlað að fjalla um stöðu minksins í íslenskri náttúru, útbreiðslu og stofnstærð hans og tjón af hans völdum.

Nefndin skal gera tillögur til ráðuneytisins um nauðsynlegar aðgerðir til þess að draga úr tjóni af völdum minks, hvernig staðið skuli að veiðum og hvort og hvernig takast megi að takmarka útbreiðslu minks eða útrýma honum úr náttúru landsins. Nefndinni er ætlað að skila tillögum sínum til ráðherra fyrir 1. febrúar 2004.

Í nefndinni sitja:

Ingimar Sigurðsson, skrifstofustjóri, formaður, skipaður án tilnefningar.

Guðmundur A. Guðmundsson, dýravistfræðingur, tilnefndur af Náttúrufræðistofnun Íslands,

Áki Ármann Jónsson, forstöðumaður, tilnefndur af Umhverfisstofnun,

Sigurður Ingi Jóhannsson, oddviti, tilnefndur af Sambandi íslenskra sveitarfélaga,

Óðinn Sigþórsson, formaður Landssambands veiðifélaga, tilnefndur af Landssambandinu,

Ari Teitsson, formaður Bændasamtaka Íslands, tilnefndur af samtökunum.

Starfsmaður og ritari nefndarinnar er Sigurður Á. Þráinsson, deildarstjóri í umhverfisráðuneytinu.

Fréttatilkynning nr. 37/2003
Umhverfisráðuneytið

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum