Hoppa yfir valmynd
11. apríl 2003 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Aðgerðir gegn campylobacter sýkingum spara árlega hundruð milljóna króna


Í ávarpi á málþingi um campylobacter, sem haldið var á vegum Stýrihóps verkefnisins "Campylobacteriosis - faraldsfræði og íhlutandi aðgerðir" í dag föstudaginn 11. apríl 2003, á Hótel Loftleiðum, sagði Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra að á síðustu þremur árum hafi með mjög góðum árangri verið gripið til fyrirbyggjandi aðgerða til að auka öryggi og heilnæmi íslenskra matvæla.

Ef miðað er við tímabilið frá 1999 hefur campylobacter sýkingum í mönnum með uppruna á Íslandi fækkað um 80%.

Siv sagði að tekist hafi að hlífa hundruðum einstaklinga við sýkingum. Það að fjöldi sýkingatilfella sé um fimmtungur af því sem var 1999 þýðir sparnað upp á 130 - 260 milljónir króna á ári. Fram kom að í nágrannalöndunum væri litið til Íslands sem fyrirmyndar á þessu stigi og gjarnan talað um íslensku aðferðina.

Siv segir að þetta átak og stjórnun byggð á samráði hafi sannað sig. Framleiðendur og Neytendasamtökin hafa sýnt mikinn samstarfsvilja og gott samráð.

Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna (sími 897 5005) lýsti yfir ánægju sinni með þann mikla árangur sem náðst hefur varðandi minnkun campylobacter sýkinga meðal neytanda. Þetta hefur náðst með samstilltu átaki margra aðila og sýnir okkur einnig að við getum útrýmt slíkum sýkingum með öllu hjá neytendum og það hlýtur að vera takmarkið.

Sigurborg Daðadóttir, dýralæknir, gæðastjóri hjá Móum (sími 6609606) telur framleiðendur hafa gert allt sem í þeirra valdi stendur til að hindra að campylobacter berist inn í eldishúsin, sem er hægara sagt en gert, þar sem bakterían er í öllu okkar umhverfi. Þrátt fyrir mikla og aukna vitneskju bæði framleiðanda og vísindamanna er enn eitthvað í náttúrunni sem veldur því að campylobacter blossar upp á skömmum tíma hjá framleiðendum vítt og breitt um landið.

Ræða ráðherra...


Fréttatilkynning nr. 11/2003
Umhverfisráðuneytið

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum