Hoppa yfir valmynd
28. maí 1998 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Úrskurðarnefnd vegna laga um hollustuhætti

Guðmundur Bjarnason umhverfisráðherra hefur skipað úrskurðarnefnd vegna laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir. Sigurmar K. Albertsson, hrl., er formaður nefndarinnar, en einnig eiga í henni sæti Gunnar Eydal, skrifstofustjóri og Óðinn Elísson, héraðsdómslögmaður. Varaformaður nefndarinnar er Lára G. Hansdóttir, héraðsdómslögmaður, en aðrir varamenn eru þau Heiðrún Jónsdóttir, héraðsdómslögmaður og Gísli Gíslason, bæjarstjóri á Akranesi.

Nefndin tekur þegar til starfa og er skipuð til 11. maí 2002. Úrskurðarnefnd samkvæmt lögum 81/1988 mun starfa fram til 1. júlí nk. og ljúka málum sem kærð hafa verið samkvæmt þeim lögum.

Fréttatilkynning nr. 21/1998
Umhverfisráðuneytið



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum