Hoppa yfir valmynd
14. maí 1998 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Frigg fær Norræna umhverfismerkið


Sápugerðin Frigg hefur fengið leyfi til að merkja ákveðna vörutegund, Maraþon milt þvottaduft, með Norræna umhverfismerkinu - Svaninum. Um er að ræða viðurkenningu á því að varan og framleiðsla hennar standist strangar kröfur um umhverfismál. Frigg er fyrsta íslenska fyrirtækið sem fær leyfi til að setja Norræna umhverfismerkið á framleiðslu sína, en alls hafa um 500 slík leyfi verið gefin út.

Norræna umhverfismerkið var fyrst var veitt árið 1991, en það er fyrsta fjölþjóðlega merkið af þessu tagi. Merkið er veitt að undangenginni athugun óháðra sérfræðinga á því hvort varan stenst strangar umhverfis- og gæðakröfur. Heimilt er að nota það í auglýsinga- og kynningarskyni, en afturkalla má leyfið ef fyrirtæki slakar á kröfunum og stenst ekki lengur skilyrðin. Sérstakt leyfisnúmer sem fylgir merkinu gefur kaupanda tækifæri til að skoða þær forsendur sem liggja að baki veitingu merkisins, ef hann vill kynna sér þær. Leyfisnúmer Friggjar á Maraþon milt er þannig 106 064.

Hollustuvernd ríkisins sér um veitingu merkisins og upplýsingagjöf hér á landi. (Frekari upplýsingar um Norræna umhverfismerkið veitir Tore Skjenstad hjá Hollustuvernd).

              Fréttatilkynning 19/1998
              Umhverfisráðuneytið

            Hafa samband

            Ábending / fyrirspurn
            Ruslvörn
            Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum