Hoppa yfir valmynd
31. ágúst 1999 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Tímabundin friðun helsingja í Skaftafellssýslum

Á morgun, 1. september, hefst veiðitímabil helsingja. Af því tilefni vill umhverfisráðuneytið minna á að friðun helsingja er ekki aflétt í Skaftafellssýslum fyrr en 25. september, en stytting veiðitímabilsins þar er gerð í því skyni að byggja upp íslenskan varpstofn tegundarinnar þar á slóðum.

Helsingi hefur viðkomu á Íslandi til og frá varpstöðvum á Grænlandi og víðar, en hann hefur þar til nýlega ekki talist til varpfugla hér á landi. Á undanförnum árum hefur hins vegar byggst upp lítill varpstofn helsingja í Austur-Skaftafellssýslu. Í fyrra var veiðitímabilinu á helsingja seinkað til 25. sept. þar í sýslu vegna þess að óttast var að veiðar gætu skaðað þennan vísi að varpstofni. Nú í sumar ákvað Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra að stækka þetta svæði með breytingu á reglugerð nr. 456/1994, þannig að helsingi nýtur nú einnig friðunar í Vestur-Skaftafellssýslu fram til 25. sept. Veiðitíma helsingja lýkur síðan alls staðar á landinu 15. mars.

Fréttatilkynning nr. 19/1999
Umhverfisráðuneytið


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum