Hoppa yfir valmynd
20. ágúst 1999 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Fundur norrænna umhverfisráðherra við Mývatn

Umhverfisráðherrar Norðurlandanna munu eiga með sér fund mánudaginn 23. ágúst nk. á hótel Reynihlíð við Mývatn.

Á dagskrá fundarins er m.a. samþykkt framkvæmdaáætlunar um vernd náttúru og menningarminja á norðurslóðum, þ.e. Íslandi, Grænlandi og Svalbarða. Áætlunin, sem hefur að geyma 14 ákvæði um aðgerðir, á að ganga í gildi árið 2000.

Að auki ræða umhverfisráðherrarnir mengun hafsins á norðurslóðum, aðstoð Norðurlandanna við lausn umhverfisvandamála í Rússlandi, eftirfylgni yfirlýsingar forsætisráðherra Norðurlandanna um sjálfbær Norðurlönd og undirbúning fyrir væntanlegan fund umhverfisráðherra Evrópusambandsríkjanna.

Á fundinum verða, auk Sivjar Friðleifsdóttur, umhverfisráðherra, sem gegnir formennsku í starfi norrænu umhverfisráðherrana: Kjell Larsson, umhverfisráðherra Svíþjóðar, Guro Fjellanger, umhverfisráðherra Noregs, Satu Hassi, umhverfisráðherra Finnlands, Eydun Eltör, fulltrúi landstjórnar Færeyja og Alfred Jakobsen, fulltrúi landstjórnar Grænlands, auk fulltrúa frá Álandseyjum.

Fréttatilkynning nr. 18/1999
Umhverfisráðuneytið

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum