Hoppa yfir valmynd
6. júlí 2001 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Bann við aðgerðum á hundum og köttum sem framkvæmdar eru án læknisfræðilegra ástæðna.

Ráðuneytið hefur í samráði við Dýraverndarráð og Yfirdýralækni sett reglugerð um bann við aðgerðum á hundum og köttum sem framkvæmdar eru án læknisfræðilegra ástæðna. Reglugerðin er sett með stoð í 3. mgr. 13. gr. laga nr. 15/1994, um dýravernd, og bannar eftirfarandi aðgerðir:

a. Eyrnastífingu hunda.
b. Skottstýfingu hunda.
c. Brottnám raddbanda hunda og katta.
d. Brottnám á klóm katta.
e. Brottnám á sporum hunda.
f. Tannúrdrátt hjá hvolpum og kettlingum.

Reglugerðin öðlast gildi við birtingu þann 10. júlí nk.

Fréttatilkynning 6/2001
Umhverfisráðuneytið



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum