Hoppa yfir valmynd
4. júní 2003 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Alþjóðlegur dagur umhverfisins þann 5. júní


Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna, UNEP, stendur fyrir Alþjóðlegum degi umhverfisins þann 5. júní ár hvert. Kjörorð dagsins í ár er "Water - Two Billion People are Dying for It!" sem gæti útlagst "Vatn - tvo milljarða dauðlangar í það!"

Á vef UNEP er áhugavert kynningarefni um hinn Alþjóðlega dag umhverfisins og staðreyndir um vatnsbúskap jarðarinnar. Þar er einnig að finna ávörp Klaus Toepfer, forstjóra UNEP og skilaboð Kofi Annan framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna til heimsbyggðarinnar í tilefni dagsins. Í kynningarefninu sem er á ensku kemur fram að þriðjungur mannkyns lifir við veikindi og harðræði vegna skorts á hreinlæti og hreinu vatni.

Athygli er vakin á því að á Íslandi er haldið upp á Dag umhverfisins þann 25. apríl ár hvert skv. ákvörðun ríkisstjórnarinnar og var dagurinn haldinn hátíðlegur í fimmta sinn í ár með fjölmörgum viðburðum víða um land.

 Fréttatilkynning nr. 19/2003
Umhverfisráðuneytið

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum