Hoppa yfir valmynd
4. september 2015 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Susan Davies heiðursgestur á IX. Umhverfisþingi

Susan Davies
Susan Davies

Umhverfis- og auðlindaráðherra boðar til IX. Umhverfisþings 9. október 2015 á Grand hótel í Reykjavík. Umhverfisþing fjallar að þessu sinni um samspil náttúru og ferðamennsku.

Heiðursgestur á Umhverfisþingi að þessu sinni verður Susan Davies forstjóri Scottish Natural Heritage en stofnunin hefur með höndum málefni náttúruverndar og sjálfbæra nýtingu náttúru í Skotlandi. Davies mun ávarpa þingið og m.a. fjalla um reynslu stofnunarinnar af því að samþætta náttúruvernd við útivist og ferðamennsku.

Þá verða flutt inngangserindi og ávörp gesta um málefni tengd þema þingsins. Eftir hádegi verður þinginu skipt í tvær málstofur þar sem flutt verða erindi um sama efni auk þess sem fram fara almennar umræður. Drög að dagskrá verða birt um leið og þau liggja fyrir og verður þá jafnframt opnað fyrir skráningu á þingið.

Þingið er öllum opið svo lengi sem húsrúm leyfir. 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum