Hoppa yfir valmynd
12. mars 2015 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Verkefnisstjórn rammaáætlunar kynnir forgangsröðun

Merki rammaáætlunar

Verkefnisstjórn hefur kynnt á heimasíðu rammaáætlunar (tengill) ákvörðun sína um að vísa 24 virkjunarkostum af lista Orkustofnunar í 3. áfanga rammaáætlunar til umfjöllunar faghópa. Að auki hefur hún óskað eftir áliti faghópa á því hvort forsendur fimm tiltekinna virkjunarkosta í orkunýtingarflokki og verndarflokki gefi tilefni til að þeir verði teknir til umfjöllunar á nýjan leik.

Á lista Orkustofnunar er 81 virkjunarkostur og hefur verkefnisstjórn því ákveðið að forgangsraða á þann hátt að senda rúman fjórðung þeirra til faglegrar umfjöllunar faghópa. Er þar að meginhluta um að ræða virkjunarkosti úr biðflokki gildandi rammaáætlunar sem voru lagðir fram af orkufyrirtækjum en einnig kosti sem Orkustofnun lagði fram í samvinnu við virkjunaraðila.

Lesa má nánar um forgangsröðun verkefnisstjórnar á heimasíðu rammaáætlunar, www.ramma.is

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum