Hoppa yfir valmynd
1. október 2003 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Ráðstefna um málefni N-Atlandshafsins

Á Jóhannesarborgarfundinum á síðastliðnu ári samþykktu ríki heims markmið þess efnis að fiskveiðar verði stundaðar með sjálfbærum hætti og að það markmið nái fram að ganga eigi síðar en 2015. Umhverfisráðherra lagði áherslu á það í erindi sínu að ríki heims vinni saman að framgangi þessa mikilvæga markmiðs. Með þessu hafa ríki heims tekið mikilvægt skref í átt að sjálfbærri nýtingu fiskistofna. Um er að ræða skuldbindingu sem ekki verður undan skorist, ofnýting fiskistofna má ekki viðgangast. Í húfi er undirstaða efnahagslífs margra strandríkja, auk þess sem hrun fiskistofna ógnar fæðuöryggi milljóna manna um allan heim.

Ísland hefur ávalt lagt áherslu á málefni hafsins í alþjóðasamstarfi, ekki síst í tengslum við sjálfbæra nýtingu lifandi auðlinda hafsins og varnir gegn mengun sjávar. Umhverfisráðherra hvatti til þess að áfram yrði haldið á þeirri braut sem mörkuð var í Jóhannesarborg varðandi málefni hafsins.

Frekari upplýsingar veitir Einar Sveinbjörnsson í síma 896 4189.

Fréttatilkynning 32/2003
Umhverfisráðuneytið

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum