Hoppa yfir valmynd
18. ágúst 2000 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Veiðitími grágæsar og heiðagæsar hefst 20. ágúst



Veiðitími fyrir grágæs og heiðagæs hefst um land allt sunnudaginn 20. ágúst og stendur fram til 15. mars í samræmi við reglugerð nr. 456/1994 um fuglaveiðar og nýtingu hlunninda af villtum fuglum. Veiðar eru hins vegar bannaðar á flestum friðlýstum svæðum og á eignarlandi eru veiðar háðar leyfi landeiganda.

Að gefnu tilefni vilja Umhverfisráðuneytið og Veiðistjóraembættið benda veiðimönnum á að skotveiðar á blesgæs og helsingja hefjast ekki fyrr en 1. september. Þá er helsingi friðaður í Skaftafellsýslum til 25. september, en þar hafa helsingjar verpt undanfarin ár og miðar þessi stytting veiðitíma að því að styrkja varp helsingja hér á landi.

Nánari upplýsingar veitir Áki Ármann Jónsson, veiðistjóri (897 4877).

Fréttatilkynning nr. 15/2000
Umhverfisráðuneytið


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum