Hoppa yfir valmynd
4. apríl 2000 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Losun búfjáráburðar í yfirborðsvatn óheimil.



Að gefnu tilefni hefur umhverfisráðuneytið, í dreifibréfi til allra heilbrigðisnefnda í landinu, vakið athygli á að losun búfjáráburðar, s.s. frá svínabúum, í yfirborðsvatn er óheimil. Í því sambandi vísar ráðuneytið annars vegar til reglugerðar um mengun vatns af völdum köfnunarefnissambanda frá landbúnaði nr. 804/1999 og hins vegar um varnir gegn mengun vatns nr. 796/1999.

Í dreifibréfinu er einnig vakin athygli á heimild ráðherra í lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998, til þess að víkja frá ákvæðum reglugerða þegar sérstaklega stendur á. Bent er á að þau svínabú sem ekki eru í stakk búin til að framfylgja banni við losun geti sótt um undanþágu, en aðeins kemur til greina að veita tímabundna undanþágu enda liggi fyrir tímasetning og rökstudd áætlun um úrbætur.

 

Fréttatilkynning nr. 8/2000
Umhverfisráðuneytið



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum