Hoppa yfir valmynd
15. september 2014 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Samgönguvika sett á Degi íslenskrar náttúru

Evrópsk samgönguvika

Okkar vegir – okkar val, er yfirskrift Samgönguviku í ár, en hún verður sett á morgun 16. september, á Degi íslenskrar náttúru. Um er að ræða samevrópska viku sem árlega stendur yfir dagana 16. – 22. september.

Fjöldi viðburða verða á vegum sveitarfélaga og félagasamtaka í vikunni en nálgast má dagskrá vikunnar í hverju sveitarfélagi fyrir sig á heimasíðum sveitarfélaganna, auk Facebook síðu vikunnar, sem er með slóðina www.facebook.com/samgonguvika

Þannig verður efnt til hjólatúra, nýir hjólastígar verða opnaðir, athygli vakin á almenningssamgöngum og íbúar sveitarfélaganna hvattir til að skilja einkabílinn eftir á bíllausa deginum, sem er samevrópskt átak á lokadegi samgönguviku, 22. september. Þá er vert að vekja athygli á ráðstefnunni Hjólum til framtíðar sem samtökin Hjólafærni og Landssamtök hjólreiðamanna standa fyrir í Iðnó föstudaginn 19. febrúar. 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum