Hoppa yfir valmynd
10. janúar 2000 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Tillögur um nauðsynlegar ráðstafanir vegna campylobacter.

Þann 9. desember 1999 skipaði umhverfisráðherra nefnd til að gera tillögur um framkvæmd mála í framhaldi af skýrslu Hollustuverndar ríkisins, landlæknisembættisins og embættis yfirdýralæknis til ráðherra í nóvember 1999 um könnun á útbreiðslu campylobacter. Nefndinni var gert að skila tillögum um nauðsynlegar ráðstafanir er kæmu til framkvæmda á nýju ári.
Til þess að ná árangri í að draga úr sýkingum af völdum campylobacter þarf að setja raunhæf og tímasett markmið sem eru mælanleg.
Stefnt er að því að campylobacter sýkingar í fólki verði undir því sem lægst þekkist í öðrum ríkjum.
Til þess að ná framangreindu markmiði hefur verið gerð framkvæmdaáætlun sem felst í því að draga úr tíðni campylobacter í afurðum alifugla, með því m.a. að fækka menguðum eldishópum alifugla, fyrirbyggja svo sem hægt er krosssmit og auka vöktun. Einnig þarf að auka fræðslu til almennings um smitleiðir, s.s. um smit úr afurðum alifugla, neysluvatni, ógerilsneyddri mjólk og umhverfinu.
Nefndin setur fram tillögur til að ná þessum markmiðum og snúa aðgerðir að umhverfisráðuneyti, heilbrigðisráðuneyti og landbúnaðarráðuneyti og stofnunum þeirra Hollustuvernd ríkisins, yfirdýralækni og landlækni/sóttvarnalækni.



Fréttatilkynning nr. 2/2000
Umhverfisráðuneytið

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum