Hoppa yfir valmynd
13. maí 2014 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Tilnefningar til umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs

Selina Juul

Sveitarfélagið Djúpivogur, Reykjavíkurborg, bærinn Skaftholt í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, Sólheimar í Grímsnesi og sveitarfélögin Eyja- og Miklaholtshreppur, Helgafellssveit, Grundarfjarðarbær, Snæfellsbær og Stykkishólmsbær á Snæfellsnesi eru meðal þeirra sem lagt er til að hljóti umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs í ár.

Verðlaunin verða veitt sveitarfélagi, bæjarfélagi eða staðbundnu samfélagi sem hefur með samstilltu átaki lagt sitt af mörkum fyrir umhverfið í heild eða stuðlað að úrbótum varðandi afmarkað umhverfismál.

Yfir 30 tillögur bárust frá almenningi á Norðurlöndum en fyrir utan þá sem tilnefndir eru á Íslandi eru sveitarfélög og samfélög í Danmörku, Færeyjum, Finnlandi, Grænlandi, Noregi og Svíþjóð tilnefnd auk einnar tillögu um að verðlauna umhverfissamstarf vinabæjanna Akureyrar, Randers, Lahtis, Västerås og Álasunds. 

Tilkynnt verður um verðlaunahafa á þingi Norðurlandaráðs í lok október í Stokkhólmi þar sem verðlaunin verða afhent. Nemur verðlaunaféð 350 þúsund dönskum krónum, eða um 7,3 milljónum íslenskra króna.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum