Hoppa yfir valmynd
22. nóvember 2013 Matvælaráðuneytið

Síldveiðar heimilaðar innan brúar í Kolgrafafirði

Í ljósi þess að síld er gengin inn á Kolgrafafjörð hefur Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs-, landbúnaðarráðherra og umhverfis- og auðlindarráðherra ákveðið að heimila síldveiðar án fyrirfram fenginna leyfa, innan brúar í Kolgrafafirði á Snæfellsnesi til og með 26. nóvember 2013. Vonast er til þess að veiðar þessar geti hvoru tveggja bjargað verðmætum og haft mögulegan fælingarmátt þannig að síldin gangi fyrr út úr firðinum en ella.
Þá mun Hafrannsóknarstofnun hefja í næstu viku tilraunir með að fæla síldina burt með sérstökum útbúnaði sem gefur frá sér háhyrningahljóð, sem vitað er að síldin forðast undir venjulegum kringumstæðum.


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum