Hoppa yfir valmynd
31. október 2013 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Gerð tillögu að landsskipulagsstefnu 2015-2026

Skarðsheiði.

Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur falið Skipulagsstofnun að vinna tillögu að landsskipulagsstefnu 2015-2026, í samræmi við skipulagslög. Gert er ráð fyrir að stofnunin skili ráðherra tillögum sínum í lok næsta árs.

Ráðherra hefur setta fram eftirfarandi áherslur við gerð landsskipulagsstefnu:

  1. Skipulag á miðhálendi Íslands
  2. Búsetumynstur – dreifing byggðar
  3. Skipulag á haf- og strandsvæðum
  4. Skipulag landnotkunar í dreifbýli

Þær áherslur sem komu fram í tillögu til þingsályktunar að fyrstu landsskipulagsstefnu 2013-2024 verða tekin fyrir að nýju, þ.e. stefna um skipulagsmál miðhálendisins, stefna um búsetumynstur og dreifingu byggðar og stefna um skipulag á haf- og strandsvæðum. Í vinnu að nýrri tillögu að landsskipulagstefnu verður byggt á þeim gögnum og sjónarmiðum sem fram komu við vinnslu þeirrar tillögu og uppfærðum forsendum. Auk þess verður fjallað um nýtt viðfangsefni, landnotkun og landnýtingu í dreifbýli og greind þörf fyrir og settar fram tillögur um aðgerðir stjórnvalda til að stuðla að sjálfbærri landnýtingu í dreifbýli.

Gert er ráð fyrir að landsskipulagsstefnan verði lögð fram á vorþngi 2015. Skipulagsstofnun hefur nú hafið undirbúning að gerð tillögu að stefnunni á grundvelli þeirra áherslna sem ráðherra hefur lagt fram.

Bréf umhverfis- og auðlindaráðherra til Skipulagsstofnunar um gerð landsskipulagsstefnu 2015 – 2026. 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum