Hoppa yfir valmynd
10. október 2013 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Skráning á Umhverfisþing 2013 hafin

Selárdalsfjara.

Skráning er hafin á VIII. Umhverfisþing sem haldið verður föstudaginn 8. nóvember 2013 í Hörpunni í Reykjavík. Umhverfisþing fjallar að þessu sinni um skipulag lands og hafs, sjálfbæra þróun og samþættingu verndar og nýtingar. 

Fyrir hádegi verða flutt inngangserindi um þessi efni en eftir hádegið verða erindi og umræður í tveimur málstofum, annars vegar um sjálfbæra landnýtingu og hins vegar um skipulag hafs og stranda. Drög að dagskrá þingsins má finna hér.

Nauðsynlegt er að þátttakendur skrái sig á vefsíðu umhverfis- og auðlindaráðuneytisins  á slóðinni www.umhverfisraduneyti.is/skraning-a-radstefnu eigi síðar en 28. október nk. Þingið er öllum opið svo lengi sem húsrúm leyfir. Þinggestir eiga þess kost að kaupa hádegismat af hlaðborði í Hörpu á kr. 1.990.

Er það von umhverfis- og auðlindaráðherra að þingið verði vettvangur upplýstrar umræðu og skoðanaskipta um sjálfbæra þróun og umhverfismál sem nýst getur stjórnvöldum við stefnumótun og almennt til að efla umræðu um umhverfismál hér á landi.

Drög að dagskrá

Skráning á Umhverfisþing

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum