Hoppa yfir valmynd
14. júní 2013 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Ráðherra óskar eftir upplýsingum um jarðhitaauðlindina

Jarðvarmavirkjun
Jarðvarmavirkjun

Umhverfis- og auðlindaráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, hefur óskað eftir fundi í næstu viku með forstjórum ÍSOR (Íslenskra orkurannsókna) og Orkustofnunar. Á fundinum verður virkjun jarðhita og þekking á honum til umræðu.

Tilefni fundarins eru nýlegar fréttir af stöðu Hellisheiðarvirkjunar og vinnslugetu hennar. Er markmiðið að fá gleggri mynd af stöðu jarðvarmaauðlindarinnar og hvaða rannsóknir og upplýsingar eru fyrirliggjandi varðandi áhrif nýtingar hennar.

Auk ráðherra og forstjóranna munu sitja fundinn sérfræðingar beggja stofnana og ráðuneytisins.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum