Hoppa yfir valmynd
22. apríl 2013 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Degi Jarðar fagnað í dag

Degi Jarðar fagnað í Háskólabíói.
Degi Jarðar fagnað í Háskólabíói.

Degi Jarðar er fagnað víða um heim í dag. Hann var fyrst haldinn hátíðlegur fyrir 41 ári og á rót sína að rekja til Bandaríkjanna en verður minnst í um 80 löndum í ár, þar á meðal á Íslandi.

Alþjóðlegt þema dagsins er birtingarmynd loftslagsbreytinga þar sem sjónum er beint að því að hlýnun jarðar er þegar farin að hafa bein áhrif á menn, skepnur og landsvæði. Á sama tíma vinna æ fleiri að því að stemma stigu við þróuninni. Er hvatt til þess að heimafólk á hverjum stað skoði hvernig loftslagsbreytingar hafi áhrif á það og hvað hver og einn getur gert til að stuðla að lausn á vandanum.

Í tilefni dagsins stóð Grænn apríl fyrir viðburði í Háskólabíói í gær þar sem vísindamenn ræddu áhrif loftslagsbreytinga hér á landi. Svandís Svavarsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra ávarpaði samkomuna þar sem hún sagði loftslagið og náttúrana móta manninn sem hefði margvísleg áhrif með athöfnum sínum. „Við getum ekki látið eins og náttúran og umhverfismál séu einhverjar afgangsstærðir í tilverunni og hálfgert pjatt þegar að alvörunni kemur, eins og hámörkun hagvaxtar. Raunveruleg velsæld byggir á góðri sambúð við náttúruna og getur ekki annað.“

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum