Hoppa yfir valmynd
7. febrúar 2013 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Sigríður Auður Arnardóttir sett ráðuneytisstjóri

Sigríður Auður Arnardóttir hefur verið sett ráðuneytisstjóri í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu en Magnús Jóhannesson sem gegnt hefur starfi ráðuneytisstjóra til fjölda ára hefur tekið við nýju starfi sem framkvæmdastjóri Norðurskautsráðsins. Sigríður Auður hefur gegnt starfi skrifstofustjóra á skrifstofu umhverfis og skipulags í ráðuneytinu og verið staðgengill ráðuneytisstjóra. 

Sérstök hæfnisnefnd vinnur nú að því að meta hæfni umsækjenda um starf ráðuneytisstjóra en tuttugu umsóknir bárust um starfið. Hæfnisnefndin mun skila greinargerð til umhverfis- og auðlindaráðherra sem ræður í starfið. Sigríður Auður mun gegna starfi ráðuneytisstjóra þar til gengið hefur verið frá ráðningunni.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum