Hoppa yfir valmynd
14. janúar 2013 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Samningur um Náttúrustofu á Suðausturlandi undirritaður

Samningur undirritaður
Samningur undirritaður

Samningur um rekstur Náttúrustofu á Suðausturlandi var undirritaður í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu á föstudag. Náttúrustofan sem staðsett verður á Höfn í Hornafirði er áttunda náttúrustofan sem stofnuð er af sveitarfélögum með stuðningi ríkissjóðs.

Samkvæmt lögum nr. 60/1992 um Náttúrufræðistofnun Íslands og Náttúrustofur er umhverfis- og auðlindaráðherra heimilt að leyfa starfrækslu allt að átta náttúrustofa á vegum sveitarfélaga og er stofnun Náttúrustofu á Suðausturlandi því sú síðasta sem stofnuð er skv. þessari heimild.

Náttúrustofurnar eru starfræktar víðs vegar um landið. Verkefni þeirra eru fjölbreytileg og tengjast náttúrunni frá ýmsum hliðum. Náttúrustofurnar eiga m.a. að stuðla að rannsóknum og gagnasöfnun; gefa ráðgjöf um landnýtingu og náttúruvernd og stuðla að fræðslu um náttúruna.

Náttúrustofurnar eru starfræktar af sveitarfélögum en ríkið leggur til fjármuni til rekstursins. Á sama tíma og stofurnar stuðla að þekkingar og fræðastarfi eru þær atvinnuvettvangur fyrir háskólamenntað fólk á landsbyggðinni.

Náttúrustofa á Suðausturlandi verður rekin af Sveitarfélaginu Hornafirði og Skaftárhreppi.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum