Hoppa yfir valmynd
26. nóvember 2012 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Nefnd um verndun hella skipuð

Ljósmynd: Árni B. Stefánsson
Kalmanshellir

Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur skipað samráðsnefnd um málefni er varða verndun hella hér á landi. Nefndinni er ætlað að gera tillögu að stefnumörkun um verndun hella þar sem m.a. kemur fram forgangsröðun um friðlýsingu einstakra hella og koma með ábendingar um hvaða hellum beri að loka fyrir almennri umferð. Þá á nefndin að setja fram tillögur um aðgerðir til að bæta aðgengi almennings að hellum sem æskilegt er að halda opnum ásamt umgengnisreglum.

Í nefndinni sitja:

  • Guðríður Þorvarðardóttir, formaður, umhverfis- og auðlindaráðuneyti,
  • Árni B. Stefánsson, skipaður án tilnefningar,
  • Inga Sóley Kristjönudóttir, minjavörður, tilnefnd af Fornleifavernd ríkisins,
  • Aðalbjörg Birna Guttormsdóttir, deildarstjóri, tilnefnd af Umhverfisstofnun,
  • Kristján Jónasson, jarðfræðingur, tilnefndur af Náttúrufræðistofnun Íslands og
  • Guðni Gunnarsson, formaður Hellarannsóknafélags Íslands, tilnefndur af félaginu.

 Gert er ráð fyrir að samráðshópurinn skili tillögum til ráðherra eigi síðar en 15. febrúar nk.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum