Hoppa yfir valmynd
19. október 2012 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Umsóknir um styrki á safnliðum ráðuneyta samkvæmt frumvarpi til fjárlaga 2013

Alþingi
Alþingi.

Á árinu 2012 voru gerðar breytingar á úthlutun styrkja til félaga, samtaka og einstaklinga á þann veg að Alþingi hætti úthlutunum á styrkjum til ýmissa verkefna til félaga, samtaka og einstaklinga eins og verið hefur. Alþingi mun áfram ákvarða umfang styrkja til einstakra málaflokka en úthlutun þeirra hefur verið flutt til ráðuneyta, lögbundinna sjóða, menningarráða landshluta eða annarra sem sjá um og bera ábyrgð á viðkomandi málaflokkum.

Ráðuneytin munu einungis úthluta styrkjum til verkefna sem falla undir málefnasvið þeirra að svo miklu leyti sem þau falla ekki undir lögbundna sjóði eða samninga, svo sem menningarsamninga eða vaxtarsamninga. Því er mikilvægt að umsækjendur kynni sér vel hvaða ráðuneyti ber ábyrgð á þeim málaflokki sem verkefni umsækjanda um styrk fellur undir.  Verkefni eru einungis styrkhæf í einu ráðuneyti og áskilja ráðuneyti sér rétt til að færa umsóknir á milli ráðuneyta falli verkefni betur að málaflokki í öðru ráðuneyti.

Minnt er á að hafi umsækjandi áður fengið styrk til verkefnis þarf að liggja fyrir greinargerð um framkvæmd fyrra verkefnis og ráðstöfun styrkfjárins til að ný umsókn komi til greina eða eins og kveðið er á um í samkomulagi vegna fyrri styrkveitinga.

Upplýsingar um mat á umsóknum er að finna í 4. gr. úthlutunarreglna og í auglýsingu.

Vakin er sérstök athygli á að umsækjendum er gert að sækja um á rafrænu formi á umsóknavef Stjórnarráðsins.

  • Aðgangur er veittur á kennitölu umsækjenda og verður lykilorð sent viðkomandi á netfang sem hann gefur upp við nýskráningu.
  • Lykilorðinu má breyta eftir innskráningu með því að opna Mínar stillingar.
  • Umsækjendur skrá sig inn með kennitölu og lykilorði og velja umhverfis- og auðlindaráðuneyti undir flipanum Umsóknir.
  • Úthlutað er einu sinni á ári og eigi síðar en 31. janúar ár hvert.
  • Auglýsing
  • Reglur um úthlutun

Umhverfis- og auðlindaráðuneyti

Verkefnastyrkir á sviði umhverfis- og auðlindamála
Veittir eru styrkir til að styðja við verkefni á vegum aðila utan ríkisstofnana sem starfa á verkefnasviði umhverfis- og auðlindaráðuneytis.

Rekstrarstyrkir til frjálsra félagasamtaka
Veittir eru rekstrarstyrkir til frjálsra félagasamtaka á sviði umhverfis- og auðlindamála til að stuðla að opnum og frjálsum skoðanaskiptum um umhverfis- og auðlindamál og til að efla almenna vitund um gildi umhverfis- og náttúruverndar.

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum