Hoppa yfir valmynd
14. september 2012 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Samgönguvika hefst á sunnudag

Samgönguvika 2010
Samgönguvika 2012

Nú styttist í  Evrópsku samgönguvikuna sem haldin er árlega dagana 16.-22. september.   Hér á landi munu sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu taka þátt en vikan verður formlega sett sunnudaginn  16. september á stíflunni í Elliðaárdal. 

Samgönguvikan hefst á sunnudag með hjóladegi fjölskyldunnar þar sem náttúruupplifun verður í fyrirrúmi enda ber daginn upp á Dag íslenskrar náttúru . Í vikunni verður svo boðið upp á ýmsa viðburði s.s. Hjólað í skólann og þá verður ,,Pump track” braut opnuð með viðhöfn í Öskjuhlíð.

Í lok samgönguvikunnar, föstudaginn 21. september, verður boðið til málþings um hjólreiðar og vistvænar samgöngur en þar er sjónum beint að rannsóknum og reynslu þeirra sem unnið hafa að eflingu hjólreiða í sínu nærumhverfi. Stæðaæði verður haldið í annað sinn á Íslandi, en það er árlegur alþjóðlegur viðburður (Park(ing)Day) þar sem almenningur, listafólk, hönnuðir og hagsmunasamtök prófa fjölbreytta notkunarmöguleika gjaldskyldra bílastæða einn dag á ári. sSamgönguvikunni lýkur svo laugardaginn 22. september með ,,bíllausa deginum”.

Ljósmyndasamkeppnin ,,Á réttri leið – svona ferðast ég” hefst í samgönguviku og eru allir hvattir til að taka myndir af sínum samgöngumáta og skila inn þegar samkeppninni verður hleypt af stokkunum.

Yfirskrift samgönguvikunnar að þessu sinni er ,,Á réttri leið”. Markmið vikunnar er að hvetja fólk til umhugsunar um eigin ferðavenjur og fjölga þeim sem nota almenningssamgöngur, hjóla eða ganga. Reynum öll að taka þátt og vera þannig á “réttri leið”.

Nánair upplýsingar er að finna á vef Samgönguviku http://www.samgonguvika.is/

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum