Hoppa yfir valmynd
7. júní 2012 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Táknmál á vef umhverfisráðuneytisins

Táknmál
Táknmál

Upplýsingar á táknmáli er nú að finna hér á vef umhverfisráðuneytisins. Er með þessu leitast við að gera vef ráðuneytisins aðgengilegri fyrir heyrnarlausa og heyrnarskerta og aðra þá sem hafa íslenskt táknmál að móðurmáli.

Í myndskeiði um umhverfisráðuneytið er farið stuttlega yfir hlutverk þess, helstu verkefni og stofnanir og hvar má finna nánari upplýsingar um þær á vefnum. Þá er fjallað um Árósasamninginn sem tók gildi hér á landi um síðustu áramót og styrkir rétt almennings til upplýsinga og aðkomu að ákvörðunartöku á sviði umhverfismála. Loks eru upplýsingar um staðsetningu ráðuneytisins, opnunartíma og netföng.

Í myndskeiði um Svandísi Svavarsdóttur umhverfisráðherra er stuttlega farið yfir feril hennar í stjórnmálum, nám og fyrri störf auk fjölskylduhaga.

Myndskeiðin voru unnin af Táknsmiðjunni í samvinnu við Málnefnd um íslenskt táknmál.

Umhverfisráðherra útskýrir táknmálLoks má benda á að á rafrænu táknmálsorðabókinni og þekkingarbrunninum SignWiki sýnir umhverfisráðherra ýmis hugtök er tengjast umhverfismálum á íslensku táknmáli. Þetta eru orðin endurvinnsla, friðlýsing, landgræðsla, náttúruvernd, sjálfbærni, umhverfi og þjóðgarður sem finna má undir flokknum umhverfi í orðabókinni.
 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum