Hoppa yfir valmynd
30. apríl 2012 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Tveir Íslendingar tilnefndir til umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs

Dropar á birkikvisti
Dropar á birkikvisti

Ellefu eru tilnefndir til umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs, þar á meðal tveir Íslendingar. Í ár er sjónum beint að líffræðilegum fjölbreytileika.

Verðlaunaféð nemur 350 þúsund dönskum krónum, eða tæpum 8 milljónir íslenskra króna en tilkynnt verður um hver hlýtur verðlaunin þann 22. maí,  á alþjóðlegum degi Sameinuðu þjóðanna um líffræðilegan fjölbreytileika. Verðlaunin verða svo afhent á þingi Norðurlandaráðs sem haldið verður í Helsinki í Finnlandi þann 30. október næstkomandi.

Þeir sem tilnefndir eru til verðlaunanna fást við ólíka hluti, allt frá býflugnarækt á Álandseyjum til reksturs náttúrugarðs í Svíþjóð. Á listanum eru einnig vísindamenn á borð við  Pétur M. Jónasson sem hefur á löngum ferli rannsakað vistkerfi vatna og unnið að því að upplýsa almenning og vísindamenn um vatnalífverur og vistkerfi í vötnum á norðurhveli jarðar. Þá er Eymundur Magnússon bóndi í Vallanesi og eigandi fyrirtækisins Móðir jörð ehf. einnig tilnefndur en hann hefur undanfarin 25 ár stundað lífrænan búskap og gróðursett skjólbelti með staðbundnum trjátegundum sem eru grundvöllur vistkerfa þar sem aðrar plöntur þrífast.

Nánari upplýsingar um þá sem eru tilnefndir er að finna á heimasíðu Norðurlandaráðs.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum