Hoppa yfir valmynd
12. desember 2011 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Frestur til að sækja um styrki til verkefna framlengdur

Umhverfisráðuneytið hefur ákveðið að framlengja umsóknarfrest vegna styrkja til verkefna er stuðla að faglegri uppbyggingu á sviði umhverfismála til 23. desember 2011.

Á árinu 2012 hefur verið tekið upp breytt fyrirkomulaga til úthlutunar styrkja til félaga, samtaka og lögaðila á þann veg að Alþingi hættir úthlutun á styrkjum til ýmissa verkefna eins og verið hefur. Alþingi mun áfram eins og verið hefur ákvarða umfang fjárframlaga en úthlutun mun verða í höndum ráðuneytisins og mun einungis úthluta styrkjum til verkefna sem falla undir málefnasvið þess.  

Umhverfisráðuneytið mun á árinu 2012 annars vegar veita styrki til verkefna sem stuðla að faglegri uppbyggingu á sviði umhverfismála.  Ráðuneytið mun á árinu 2012 leggja áherslu á verkefni á sviði umhverfis- og náttúruverndar. Umsóknarfrestur um þessa styrki rennur út 23. desember 2011.

Umhverfisráðuneytið mun hins vegar veita rekstrarstyrki til frjálsra félagasamtaka sem starfa á sviði umhverfismála og uppfylla skilyrði samstarfsyfirlýsingar umhverfisráðuneytisins og frjálsra félagasamtaka. Markmið þessara styrkveitinga er að stuðla að opnum og frjálsum skoðanaskiptum um umhverfismál og til að efla almenna vitund um gildi umhverfis- og náttúruverndar. Umsóknarfrestur vegna rekstrarstyrkjanna rennur út 6. janúar 2012.  

Umsóknareyðublað


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum