Hoppa yfir valmynd
29. nóvember 2011 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Óskað eftir tilnefningum til Náttúru- og umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs

Bláklukka
Bláklukka

Norðurlandaráð óskar eftir tilnefningum til 18. Náttúru- og umhverfisverðlauna ráðsins. Þema verðlaunanna árið 2012 er líffræðileg fjölbreytni og er frestur til að skila tilnefningum 12. desember.

Verðlaunin nema 350 þúsund dönskum krónum og verða veitt norrænu fyrirtæki, samtökum eða einstaklingi sem hefur með góðu fordæmi og á árangursríkan hátt unnið að því að efla líffræðilega fjölbreytni í nærumhverfi sínu eða á alþjóðavettvangi og/eða aukið þekkingu almennings á þessu sviði.

Norræna ráðherranefndin hefur látið sig samning Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni miklu varða og hafa norrænu umhverfisráðherrarnir, sem standa að baki umhverfisverðlaunum Norðurlandaráðs, átt gott samstarf um málaflokkinn.

Í ár var þemað sjálfbær ferðamennska og hlaut Scandic hótelkeðjan Náttúru- og umhverfisverðlaunin, sem veitt voru í Kaupmannahöfn þann 2. nóvember síðastliðinn. Hafa forsvarsmenn hótelsins sagt að verðlaunin séu þeim mikilvæg hvatning til að halda áfram á sömu braut.

Tilkynnt verður um hver hlýtur verðlauninn þann 22. maí 2012, en Sameinuðu þjóðirnar hafa tileinkað þann dag líffræðilegri fjölbreytni.  Verðlaunin verða svo afhent á þingi Norðurlandaráðs sem haldið verður í Helsinki í Finnlandi í lok október 2012.

Tilnefningar má senda með sérstöku eyðublaði í gegn um vef Norðurlandaráðs.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum