Hoppa yfir valmynd
12. nóvember 2011 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

200 umsagnir um drög að þingsályktun um rammaáætlun

Vatnsorka.
Foss.
 

Síðustu 12 vikurnar hefur staðið yfir opið samráðs- og kynningarferli um drög að þingsályktun iðnaðarráðherra og umhverfisráðherra um verndun og nýtingu náttúrusvæða með áherslu á vatnsafl og jarðhitasvæði. Umsagnarferlinu lauk á miðnætti og bárust um 200 umsagnir, endanlegur fjöldi liggur ekki alveg strax fyrir þar sem enn geta verið umsagnir á leið í pósti.

Með rammaáætlun er mörkuð stefna um það hvaða virkjunarkostir komi til greina og hvaða svæði beri að friða og er markmiðið að ná framtíðarsýn í verndunar- og virkjanamálum og almennri sátt í þjóðfélaginu. Þingsályktunardrögin sem voru til umsagnar byggja á viðamikilli vinnu verkefnisstjórnar 2. áfanga rammaáætlunar og faghópa hennar.

Nú munu umhverfisráðherra og iðnaðarráðherra fara yfir umsagnirnar og leggja í framhaldinu sameiginlega fram þingsályktunartillögu fyrir Alþingi sem hefur síðasta orðið um það hvernig þeim svæðum sem komu til mats verður raðað í nýtingarflokk, biðflokk eða verndarflokk.

Sjá má allar umsagnirnar sem bárust á vefnum rammaaaetlun.is

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum