Hoppa yfir valmynd
19. október 2011 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Umsagnarferli vegna hvítbókar hafið

Frá umhverfisþingi 2011
Frá umhverfisþingi 2011

Opið umsagnarferli vegna Hvítbókar um löggjöf til verndar náttúru Íslands er nú hafið, en bókin var til umfjöllunar á VII. Umhverfisþingi sem haldið var á Selfossi á föstudag. Umsagnir um bókina skulu berast umhverfisráðuneytinu fyrir 15. desember næstkomandi en að því loknu hefst vinna við gerð frumvarps um breytingar á náttúruverndarlögum.

Við endurskoðun náttúruverndarlaga verða framkomnar athugasemdir hafðar til hliðsjónar auk þeirrar miklu og góðu umræðu sem fram fór um hvítbókina á umhverfisþingi.

Rætt var um hvítbókina í sk. heimskaffi á þinginu.Á Umhverfisþingi sl. föstudag fór Aagot V. Óskarsdóttir, ritstjóri hvítbókarinnar, yfir helstu atriði hennar og var í kjölfarið efnt til umræðu um hana í svokölluðu heimskaffi þar sem um 300 þingfulltrúar ræddu hvers þurfi að gæta til að hvítbókin marki þáttaskil í náttúruvernd á Íslandi. Kom í ljós við þær umræður almennt fylgi við skilaboð og áherslur hvítbókarinnar þótt einhverjar spurningar væru einnig settar fram um efni bókarinnar. Þá var mikil áhersla lögð á kynningu og fræðslu um hvítbók og að nauðsynlegt væri að hafa bæði fjármagn og kjark til að fylgja boðskap hennar eftir.

 

UmhverfisþingHvítbókin kom einnig við sögu í þremur málstofum þingsins þar sem rætt var um friðlýsingar og framkvæmd náttúruverndaráætlunar, náttúruvísindi og viðmið fyrir náttúruvernd og útivist, ferðaþjónustu og náttúruvernd. Í fjórðu málstofunni ræddu ungmenni hins vegar áherslur sínar við umhverfis- og náttúruvernd.

 

 

Ungmenni ávörpuðu gesti við upphaf og endi þingsins.Hvítbókina má nálgast í rafrænu formi á heimasíðu umhverfisráðuneytisins (tengill) eða kaupa í pappírsformi í Bóksölu stúdenta í Háskólatorgi.

 

 

 

 

Umsagnir vegna hvítbókar skal senda á netfangið [email protected] eða á:

Umhverfisráðuneytið

Skuggasund 1

150 Reykjavík

Hvítbók um löggjöf til verndar náttúru Íslands heildarrit

Hvítbók um löggjöf til verndar náttúru Íslands skipt eftir köflum

Frétt umhverfisráðuneytisins af útgáfu hvítbókar

Glærukynning Aagotar V. Óskarsdóttur á Hvítbók frá Umhverfisþingi

Upptaka frá Umhverfisþingi - kynningu á Hvítbók er að finna í fyrsta hluta upptökunnar

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum