Hoppa yfir valmynd
19. september 2011 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Breytt fyrirkomulag styrkjaveitinga

Alþingi
Alþingi.

Á árinu 2012 verða gerðar breytingar á úthlutun styrkja til félaga, samtaka og einstaklinga á þann veg að Alþingi hættir úthlutunum á styrkjum til ýmissa verkefna til eins og verið hefur. Alþingi heldur þó áfram ákvarða umfang styrkja til einstakra málaflokka en úthlutun þeirra flyst til ráðuneyta, lögbundinna sjóða, menningarráða landshluta eða annarra sem sjá um og bera ábyrgð á viðkomandi málaflokkum.

Ráðuneytin úthluta einungis styrkjum til verkefna sem falla undir málefnasvið þeirra að svo miklu leyti sem þau falla ekki undir lögbundna sjóði eða samninga, svo sem menningarsamninga eða vaxtarsamninga. Því er mikilvægt að umsækjendur kynni sér vel hvaða ráðuneyti ber ábyrgð á þeim málaflokki sem verkefni umsækjanda um styrk fellur undir.

Umhverfisráðuneytið veitir annars vegar verkefnastyrki á sviði umhverfismála. Um er að ræða styrki til faglegrar uppbyggingar á sviði umhverfismála sem renna til ákveðinna verkefna. Einnig eru veittir styrkir sem stuðla að þátttöku í stefnumarkandi alþjóðlegum ráðstefnum og fundum um umhverfismál, einkum þeim sem ráðuneytið sjálft hefur aðkomu að. Ráðuneytið mun á árinu 2012 leggja áherslu á verkefni á sviði umhverfis- og náttúruverndar.

Hins vegar veitir umhverfisráðuneytið rekstrarstyrki til frjálsra félagasamtaka á sviði umhverfismála og til að stuðla að opnum og frjálsum skoðanaskiptum um umhverfismál og til að efla almenna vitund um gildi umhverfis- og náttúruverndar.

Umsóknarfrestur er til 2. desember og úthlutað er einu sinni á ári eða eigi síðar en 31. janúar ár hvert.

Verkefni eftir ráðuneytum

Reglur ráðuneyta um úthlutun

Umsóknareyðublað

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum