Hoppa yfir valmynd
18. júlí 2003 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Skoðunarferð nefndar um stofnun verndarsvæðis eða þjóðgarðs norðan Vatnajökuls


Nefnd sem umhverfisráðherra skipaði á síðastliðnu ári til þess að gera tillögu um stofnun verndarsvæðis eða þjóðgarðs á svæðinu norðan Vatnajökuls mun fara um svæði norðan jökulsins dagana 21.-23. júlí til þess að kynna sér svæðið. Í nefndinni sitja alþingismennirnir Arnbjörg Sveinsdóttir, Sjálfstæðisflokki, Magnús Stefánsson, Framsóknarflokki, Steingrímur J. Sigfússon, Vinstri hreyfingunni grænu framboði og Össur Skarphéðinsson, Samfylkingunni ásamt Magnúsi Jóhannessyni ráðuneytisstjóra sem er formaður nefndarinnar.

Siv Friðleifsdóttir, umhverfisráðherra tekur þátt í ferð nefnarinnar og mun í leiðinni kynna sér svæði norðan Vatnajökuls sem eru í drögum að náttúruverndaráætlun sem lögð verður fyrir Alþingi í haust.

Auk þess verða með í ferð nefndarinnar Ingibjörg Halldórsdóttir og Sigurður Á. Þráinsson starfsmenn umhverfisráðuneytisins sem starfa með nefndinni og leiðsögumenn hópsins þeir Kári Kristjánsson starfsmaður þjóðarðsins Jökulsárgljúfur og Helgi Torfason jarðfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands.

Ferð nefndarinnar hefst á Egilsstöðum á mánudagsmorgun og farið verður um Vesturöræfi, Brúaröræfi, inn í Hvannalindir, og Kverkfjöll, um Öskju svæðið og Gæsavatnaleið í Nýjadal og síðan um svæðið í nágrenni Tungnafellsjökuls.

Nánari upplýsingar um ferðina veitir Magnús Jóhannesson formaður nefnarinnar í síma 896 4190.


Fréttatilkynning nr. 24/2003
Umhverfisráðuneytið

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum