Hoppa yfir valmynd
24. maí 2011 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Umhverfisráðherra kynnir sér viðbúnað Veðurstofu

Umhverfisráðherra heimsækir Veðurstofu.
Umhverfisráðherra heimsækir Veðurstofu.

 

Öflugt eftirlit með eldgosinu í Grímsvötnum

Umhverfisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, kynnti sér viðbúnað á Veðurstofu Íslands vegna eldgossins í Grímsvötnum um helgina. Þar fóru starfsmenn með henni yfir hið öfluga eftirlit sem þeir hafa með jarðhræringunum, þróun gossins, eldingavirkni og áhrifum veðurfars á öskudreifingu frá gosinu auk þess sem fylgst er grannt með því hvort hætta sé á Skaftárhlaupi vegna gossins.

Veðurstofa Íslands er ein af stofnunum umhverfisráðuneytisins, og skal samkvæmt lögum annast vöktun vegna náttúruvár og gefa út viðvaranir og spár, m.a. í tengslum við eldgos, jarðskjálfta og hlaup. Þar er starfandi öflugt teymi sérfræðinga á sviði veðurfræði, jarðvísinda og vatnavár sem hafa stöðugan aðgang að nýjustu upplýsingum er varða eldsumbrotin í Grímsvötnum. Má þar nefna vöktun náttúrunnar með mælitækjum svo sem jarðskjálftamælum, landmælingatækjum (GPS), ratsjám sem mæla hæð gosstróksins, öskufallsmælum og vatnamælum auk hefðbundinna veðurfarsmæla. Að auki fær Veðurstofan veðurfarsgögn frá viðurkenndum stofnunum erlendis sem eru mikilvæg við gerð veður- og öskufallsspáa. Þá fara vísindamenn Veðurstofunnar í reglulegt eftirlitsflug með gosinu þegar veður og vindar leyfa.

 

Umhverfisráðherra heimsækir Veðurstofu.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum